Manuscript Detail

PDF
PDF

GKS 1157 fol.

Grágás ; Iceland, 1240-1260

Language of Text
Icelandic

Contents

(1ra-93vb)
Grágás
Text Class

Physical Description

Support
Skinn.
No. of leaves
ii + 93 blöð, 354 null x 245 null
Foliation

Síðutal hefur verið fært inn, en þar gætir þó nokkurrar ónákvæmni og hefur verið hlaupið yfir bl. 1r.

Layout

Tvídálka. Línur eru yfirleitt á bilinu 33 til 35. Leturflötur er u.þ.b. 265 null x 166 null . Sums staðar sjást strikanir fyrir línum og dálkum, t.d. á bl. 26v . Eitt af einkennum handritsins er fjöldi spássíutákna, líkast til ætluð til leiðbeiningar.

Condition

Skinnið er ljóst. Bl. 1 er skaddað að ofanverðu og 1r er mjög máð. Bl. 93v er einnig máð og á sumum síðustu blaðanna (frá bl. 84 ) eru rakablettir. Á eftir bl. 37 er eyða í textanum, eins og Árni Magnússon hefur bent á í spássíugrein. Handritið, sem annars er mjög vel varðveitt, hefur spillst nokkuð af undirstrikunum og tilvísunarmerkjum frá síðari tímum; enn fremur eru margar ungar spássíugreinar, einkum eftir Þormóð Torfason (Torfæus) , og kaflanúmer.

Script

Tvær hendur eru á handritinu. Skriftin er vandvirknisleg og línubil ríflegt. 1. hönd (bl. 1-13 ) er stífari og eldri en 2. hönd.

Decoration

Fyrirsagnir með rauðbrúnu bleki. Sums staðar eru eyður fyrir fyrirsagnir. Rauða (rauðbrúna) blekið er sérstaklega dökkt á fremstu blöðum handritsins. Stundum hefur texti fyrirsagnar verið skráður (lýsara) til leiðbeiningar á spássíu með smærri skrift.

Stórir og skrautlegir upphafsstafir í upphafi þátta. Fyrir flesta þeirra eru dregnar inn þrjár til fimm línur. Form hvers stafs er dregið með lit og skreytingin pennadregin með einum eða tveimur öðrum litum. Sums staðar er bakgrunnur stafanna fylltur með lit. Litirnir sem oftast eru notaðir eru rauður, ólífugrænn, og blágrænn og stöku sinnum gulur. Laufskreyti (foliage) eða laufteinungar með smátenntum laufum og hnúðum eru dregnir meðfram stafleggjunum og sveigjast út á spássíur eða mynda spírala og samhverf form innan í belgjum og bjúgformum stafanna. Út úr laufteinungunum vaxa sums staðar króklaga flúrlínur.

  • 1ra : Þ í upphafi Kristinnalagaþáttar, fimm línur? Blaðið er skaddað að ofanverðu og mjög máð og stafurinn því ógreinilegur.
  • 9va : Þ í upphafi Þingskapaþáttar, fimm línur.
  • 31ra : Þ í upphafi Vígslóða, fimm línur.
  • 39ra : F í upphafi Baugatals, þrjár línur.
  • 42ra : S í upphafi Lögsögumannsþáttar, fimm línur.
  • 42va : L í upphafi Lögréttuþáttar, 1 lína.
  • 44ra : Autt rými fyrir S í upphafi Arfaþáttar, fimm línur. Á spássíu má sjá lítið S til leiðbeiningar.
  • 50ra : S í upphafi Ómagabálks, fimm línur.
  • 55rb : S í upphafi Festaþáttar, sjö línur.
  • 64ra : Þ í upphafi Landbrigðaþáttar, 3 línur.
  • 77ra : M í upphafi þáttarins um fjárleigur, 3 línur.
  • 82rb : Þ í upphafi Rannsóknarþáttar, 3 línur.
  • 84ra : L í upphafi þáttarins um hreppaskil, 1 lína.
  • 86ra : F í upphafi þáttar sem inniheldur ýmsa kafla, 2 línur.
  • 91ra : Þ í upphafi þáttarins um tíundargjald, 4 línur.

Skrautlegir upphafsstafir í upphafi undirkafla. Sumir eru nokkuð stórir og skreyttir á svipaðan hátt og upphafsstafir þáttanna (t.d. F á bl. 28ra og E á bl. 61ra ). Aðrir eru minni en þó töluvert skreyttir; bryddaðir eða fylltir með smátenntum laufum og hnúðum á sveigðum teinum sem dregnir eru með öðrum lit en stafurinn sjálfur (t.d. bl. 7v ). Fyrir þessa stafi eru dregnar inn tvær eða þrjár línur.

Einfaldir upphafsstafir í upphafi undirkafla. Sumir eru aðeins litdregnir, með rauðbrúnu, blágrænu, ólífugrænu eða gulu bleki, og óskreyttir (t.d. bl. 26v og 52v ). Aðrir eru einungis lítillega skreyttir með einföldum pennadráttum eða flúrkrullum í sama eða öðrum lit (t.d. bl. 52v ). Þessir stafir eru dregnir í tveggja línu reiti (einstaka í þriggja línu reiti). Á stöku stað eru auðir reitir fyrir upphafsstafi sem þessa (t.d. bl. 22r ).

Upphafsstafir málsgreina skrifaðir með breiðum dráttum til áherslu og dregnir út á spássíu þegar þeir koma fyrir í upphafi lína. Þessir stafir eru skrifaðir með sama bleki og textinn og stundum lítillega skreyttir með rauðu (t.d. bl. 50r ).

Einföld seinni tíma pennateikning af efri hluta manns með kórónu á neðri spássíu bl. 78v .

Mjög víða spássíutákn í formi handa með bendandi fingur (t.d. bl. 9v og 50r ).

Additions

Fremst hafa verið fest tvö pappírsblöð og er þar á tveimur og hálfri síðu uppskrift (frá lokum 17. aldar , með hendi Ásgeirs Jónssonar ) af fyrstu síðu skinnbókarinnar.

Á bl. 55r hafa verið skrifaðar með 15. aldar hendi nokkrar vísur á latínu, en neðri hluti fremra dálks hefur upprunalega verið auður.

Griporð á bl. 71v-72r og 79v-80r eru líkast til með hendi Brynjólfs biskups Sveinssonar (vart með hendi Þormóðar Torfasonar ).

Binding

Auk titils á kili er á bandi bókarinnar skjaldarmerki Danmerkur og fangamark Kristjáns konungs VII. Við bókband hafa spássíur hér og þar verið bættar með nýju bókfelli.

History

Origin

Handritið er tímasett um 1250 í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter , bls. 30 (nr. 41). Í Ordbog over det norrøne prosasprog. Registre , bls. 471 eru eftirfarandi tímasetningar:

Provenance

Upplýsingar um eigendur og önnur mannanöfn koma fyrir á bl. 4r (á haus), 22v , 57v , 67v , 86r , 90v , 93v . Elst er vísukornið á bl. 90v ( frá fyrri helmingi 16. aldar ) þar sem Þo&rrot;&slong;tein n fin n bog(a)&slong; on er sagður eigandi og með sömu hendi virðist spássíugrein á 4r þar sem nefndur er Bia&rrot;ne to&rrot;fa&slong;on . Frá 16. öld eru enn nöfn eigenda: i&slong;eíf&rrot; bo n de a. g&rrot;u n d (bl. 86v = I&lsong;eif ur &slong;yg ur dz &slong;on á bl. 22v ) og Jon magnv&slong;&slong; on (bl. 22v ; eigandi?). Frá um 1600 nöfnin pall Jo n &slong;&slong; on og helga (bl. 57v ). Frá 17. öld er Gij&slong;le þordar &slong;on (bl. 67v). Ekki er víst hvaða gildi nafnaruna á bl. 93v hefur. Sjá frekar um eigendasögu hjá Jóni Sigurðssyni í Dipl. Isl. I . Annað spássíuskrif hefur ekkert gildi (nokkrar bænir, pennaprófanir og þvílíkt). Fáeinar eldri spássíugreina og -merkinga benda á þær lagagreinar sem nýtandi þóttu. Neðst á bl. 1r er skrifað með 17. aldar hendi: Num 11 (II?). Brynjólfur biskup Sveinsson sendi handritið Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn árið 1656 (sjá NKS 1392 fol. , bl. 6 og Sturl. Proleg. §27 ).

Acquisition

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1979 .

Additional

Record History

Tekið eftir Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifter , bls. 30-31 (nr. 41). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 0000-00-00 . DKÞ tölvuskráði 31. janúar 2001 . Haraldur Bernharðsson jók við 4. apríl 2001 .

Surrogates

Gefið út ljósprentað í Corpus Codicum Islandicorum Medii Ævi 3 (1932) .

Bibliography

Author: Kjeldsen, Alex Speed
Title: Opuscula XIII, Bemærkninger til pronomenet sjá og dets middelalderlige historie
Scope: p. 243-287
Author: Jørgensen, Jon Gunnar
Title: The lost vellum Kringla,
Scope: XLV
Author: Kjeldsen, Alex Speed
Title: Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna,
Scope: Supplementum 8
Author: Seip, Didrik Arup
Title: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Scope: 28:B
Author: Seip, Didrik Arup
Title: Om et norsk skriftlig grunnlag for Edda-diktningen eller deler av den,
Scope: p. 81-207
Author: Lindblad, Gustaf
Title: Studier i Codex Regius av äldre eddan
Author: Guðrún Ása Grímsdóttir
Title: Sturlustefna, Um sárafar í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar,
Scope: 32
Author: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Title: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Author: Guðrún Þórhallsdóttir
Title: Að kaupa til karnaðar sér ambátt, Orð og tunga
Scope: 13
Author: Guðrún Þórhallsdóttir
Title: Tvíræða orðasambandið að ósekju, Orð og tunga
Scope: 18
Author: Halldór Hermannsson
Title: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Scope: 28
Author: Haraldur Bernharðsson
Title: Gripla, Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð
Scope: 15
Author: Hreinn Benediktsson
Title: Linguistic studies, historical and comparative
Author: Jón Helgason
Title: , Sylloge sagarum. Resenii bibliotheca. Vatnshyrna
Scope: p. 9-53
Title: Saga heilagrar Önnu
Editor: Wolf, Kirsten
Title: Færeyinga saga,
Editor: Ólafur Halldórsson
Scope: 30
Author: Sigurgeir Steingrímsson
Title: Gripla, Stefán Karlsson dr. phil h.c. 2.12.1928-2.5.2006
Scope: 17
Metadata
×
  • Place
  • Reykjavík
  • Institution
  • The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies
  • Repository
  • Stofnun Árna Magnússonar
  • Collection
  • Safn Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn
  • Shelfmark
  • GKS 1157 fol.
  • Keywords
  • Laws
  • Additional pictures
  • CCPCCP
  • XML
  • View as XML  
  • PDF all-in-one
  • InformationInformation
  • Notes
  • Send Feedback on Manuscript  
Contents
×
  1. Grágás

Metadata