Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 a δ 4to

Hænsa-Þóris saga ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-17v)
Hænsa-Þóris saga
Titill í handriti

Saga af Hnæsna-Þórir

Upphaf

Oddur hét maður, Önundarson …

Niðurlag

… og var hún hinn mesti kvenskörungur.

Baktitill

Og lýkur hér Hænsna-Þóris sögu.

Athugasemd

Neðst á blaði 17v eru 9 línur annars efnis og með annarri hendi útkrassaðar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 17 + i blöð (194 mm x 164 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-17.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-12, 3 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-17, stakt blað og 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er ca 22.
  • Síðustu orð á síðu hanga víða undir leturfleti.
  • Kaflatöl eru á spássíum.

Ástand

  • Handritið er nokkuð notkunarnúið og skítugt (sjá til dæmis blöð 2r, 7v, 12v).
  • Krassað yfir texta á neðri hluta blaðs 17v.
  • Bleksmitun á blaði 17r.
  • Víða er strikað undir orð og setningar.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ketils Jörundssonar í Hvammi, síðléttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði, skýringar og viðbætur á spássíum og milli lína með hendi Árna Magnússonar og annarra.

Band

Band frá árunum 1880-1920 (208 mm x 176 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökku brúnleitu marmaramynstri, svartur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili. Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 700, en virkt skriftartímabil Ketils var c1620-1670.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. desember 1993.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P56. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. september 1887(sjá Katalog I 1889:700 (nr. 1360) .

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við í ágúst til nóvember 1975.

Otto Ehlert batt á árunum 1880 til 1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Lýsigögn
×

Lýsigögn