Skráningarfærsla handrits

AM 747 1 4to

Edda ; Ísland, 1623-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-54v)
Edda
Höfundur

Snorri Sturluson

Athugasemd

Vantar framan af.

Að mestu af Laufás-Eddu gerð ( Faulkes 1979:124-125 ).

Byrjar í miðjum Prologus Snorra-Eddu og nær aftur að dæmisögu 46 á bl. 25, en svo er stór eyða sem nær aftur að Hvernig skal kenna gull. Síðan eru nokkrar frásagnir Skáldskaparmála. Á bl. 33v eru tvær greinar úr öðrum parti en á bl. 34r hefst svo Annar partur Eddu um kenningar ( Faulkes 1979:124-125 ).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
i + 54 + i blöð (195 mm x 162 mm).
Umbrot

Griporð.

Ástand

Blöðin eru mjög slitin og texti skertur við ytri jaðra.

Band

Band frá c1964. Pappírsklæðning.

Liggur í öskju með AM 747 2 og 3 4to.

Fylgigögn

Fastur seðill (195 mm x 155 mm) fremst (umslag) með hendi Árna Magnússonar, með stuttri lýsingu á handritinu og upplýsingum um aðföng: Snorra-Edda rifin, fúin og vantar Í. Er þó verð að hlaupast í gegnum. Ég fékk hana af bónda einum í Álftaneshreppi syðra á Álftanesi 1703.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1623-1700. Kålund tímasetti til 17. aldar ( Katalog (II) 1889:173 ).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá bónda í Álftanesshreppi árið 1703 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog (II) 1889:173 (nr. 1862) . Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 24. nóvember 2003.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall einhvern tímann á árunum 1959-1964. Ljósmyndir teknar fyrir viðgerð fylgdu frá Kaupmannahöfn.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, eftir filmu sem tekin var fyrir viðgerð 1959-1964. Fylgdu handritinu er það barst stofnuninni.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Edda

Lýsigögn