Skráningarfærsla handrits

Lbs 1211 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1720-1730

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Kvöld og morgunvers
Athugasemd

Brot.

2
Vikivakakvæði og fornkvæði
Athugasemd

Samkvæmt athugasemd eru mörg með hendi frá um 1700 eða eldri.

3
Nokkrar vitranir og furðulegir draumar
Titill í handriti

Nokkrar vitranir og furðulegir draumar sem fyrir nokkrar persónur borið hefur:

Athugasemd

Draumar og vitranir Séra Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi 1628, Hávarðar Loptssonar 1627, Þóru Helgadóttur 1628, Ólafs Oddssonar á Hjalla 1627, Guðrúnar Sveinsdóttur í Innsta-Vogi 1627 og Gísla Þórðarsonar í Ytri-Skógum 1627.

Efnisorð
4
Annálsgreinar
5
Tyrkjarán á Austfjörðum
Titill í handriti

Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi Anno 1627

Efnisorð
6
Skarðsárannáll
Athugasemd

Tíningur úr annálum Björns, þar á meðal er, 1517 Saga úr Stöðvarfirði, 1545 Skriðuhlaup í Vatnsdal, 1596 Morðverk Axlar-Bjarnar, 1598 Um uppgröft Gvendar loka og 1602 Um það danska Kompagnie m.m.

Efnisorð
7
Fjandafæla
Höfundur
Titill í handriti

Fjandafæla hverja ort hefur Jón lærði

8
Tyrkjans morð og áhlaup 1627
Titill í handriti

Hér skrifast lítil frásaga um það hryggilega Tyrkjans morð og áhlaup er skeði hér í Íslandi ... 1627

Efnisorð
9
Reisubók séra Ólafs Egilssonar
Titill í handriti

Reisu bók Sal: sr: Ólafs Egilssonar ...

10
Stóridómur
Athugasemd

Með staðfesting 1564 og 1565.

Efnisorð
11
Dómur um tíundarhald 1663
Efnisorð
12
Konungsbréf um presta og prestaköll 1622
13
Búalög
Efnisorð
14
Um Griegorius Reichardt
Efnisorð
15
Bólusótt á Íslandi frá öndverðu
16
Jólaskrá
Titill í handriti

Hér skrifast Jólaskrá hins margfróða Beda prests í ljóð sett af séra ÓGS á Sauðanesi

Athugasemd

Blöð 127 - 133 eru með annarri hendi frá um 1770.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
133 blöð (156 mm x 104 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu, skrifari:

Jón Hákonarson á Vatnshorni

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst er yngra efnisyfirlit með hendi Jóns Þorkelssonar.

Band

Skinnheft.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, að mestu um 1720-1730.
Ferill

Á skjólblaði framan og aftan við eru ýmis nöfn, og þá sumra eiganda handritsins.

Aðföng

Dr. J.Þ. fékk handritið frá Birni Sigfússyni á Kornsá árið 1894.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 233-234.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 16. ágúst 2022.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III

Lýsigögn